Þegar ég heyri valdsmann segja eitthvað, byrja ég á að efast. Hálfrar aldar reynsla mín í blaðamennsku kenndi mér að trúa engu að fyrra bragði. Þegar Kennedy er myrtur, efast ég um opinberu skýringuna. Þegar tvíburaturnar falla, efast ég um hana. Hvað er hér að baki, spyr ég. Í flestum tilvikum sannfærist ég svo um, að opinbera skýringin sé rétt. Ég held til dæmis, að vestrænar ásakanir á Íran séu réttmætar. Þótt ég viti, að ýmsar vestrænar ásakanir hafi reynzt falsaðar. Til dæmis um gereyðingarvopn í Írak. Frá efahyggju er hins vegar langur vegur yfir í vænisýki um, að allt sé lygi.