Ég hef efasemdir um tvo af nýju ráðherrunum. Jón Bjarnason getur auðveldlega orðið ráðherra Norðvesturlands eins og Kristján Möller hefur verið ráðherra Norðausturlands. Auk þess er Jón of óskipulagður til að vera ráðherra á hvaða sviði sem er. Árni Páll Árnason er langt til hægri frjálshyggjumaður, sér á parti í stjórninni, hægra megin við miðju Sjálfstæðisflokksins. Í félagsmálaráðuneytinu verður hann eins og minkur í hænsnabúi, nema Jóhanna sitji ofan á honum. Að öðru leyti er ríkisstjórnin eins og við er að búast. Ráðherrarnir eru almennt fylgjandi norrænni pólitík, ekki engilsaxneskri.