Kosningar til þings Evrópusambandsins um helgina fólu í sér sigur andstæðinga sambandsins. Á þinginu verður framvegis fjölmennur hópur, sem vill sambandið feigt. Jafnframt seilist þingið til aukinna áhrifa í vali á framkvæmdastjórn sambandsins. Einkum eykst þrýstingur á, að Schengen-samstarfið verði þynnt út. Fólk telur, að bófar og flóttafólk eigi of greiða leið um Evrópu. Einnig verður meira talað um vanda Miðjarðarhafsríkja. Þar er lausung í ríkisrekstri og evran þrengir kosti stjórnvalda. Mikilvægast er þó, að framkvæmdastjórar Evrópusambandsins sættu ágjöf í kosningunum og eiga nú ekki sjö dagana sæla.