Sjálfstæðismenn óttast áherzlu Sigmundar Davíðs á skuldbreytingarstefnuna, sem stjórnarflokkarnir samþykktu að skoða. Liðið er hálft ár og enn ekkert vitað um efnisatriði málsins. Bjarni Benediktsson og liðþjálfar hans telja réttilega að málið sé óframkvæmanlegt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið mikið úr stjórnarsamstarfinu, fríðindi fyrir kvótagreifa og aðra auðgreifa. Nú er hins vegar að hefjast óvinsæll niðurskurður og óþægileg umræða um forsendubrestinn svonefnda. Hugleiðinga gætir um nýtt stjórnarmynztur með vitrænni flokki. Því erfiður er samstarfsflokkur, sem trúir eigin lýðskrumi.