Efast um olíugróða

Punktar

Samkvæmt frétt David Usborne í Independent hefur forstöðumaður þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna varað við hugmyndum Bandaríkjanna um að láta olíugróða í Írak fjármagna endurreisn landsins eftir eyðileggingu stríðsins. Hann segir, að olíuiðnaðurinn þar í landi þurfi á mikilli fjárfestingu að halda, áður en hann getur lagt eitthvað af mörkum til uppbyggingar landsins. Reikna má með, að í Evrópu og hjá Sameinuðu þjóðunum verði mikil andstaða við fyrirhugaða stjórn Bandaríkjanna á málefnum Íraks.