Eflum lýðræði með afnámi kosninga

Punktar

Aþeningar fornaldar komust lengra en við í lýðræði. Þurftu ekki kosningar, þar sem hagsmunaaðilar borga baráttu þingmannsefna. Þeir höfðu hlutkesti. Völdu þannig 500 þingmenn og 50 ráðherra og dómara. Ekkert bendir til, að handahóf almennings sé lakara en stríð hagsmunaaðila. Í Bandaríkjunum eru allir þingmenn á framfæri hagsmuna. Íslendingar voru komnir inn á þá braut fyrir fáum árum. Bezta leið okkar til lýðræðis er að afnema kosningar til Alþingis og taka upp hlutkesti úr þjóðskrá. Um núverandi þingmenn vitum við, að þeir svíkja loforð. Með hlutkesti kemur að hluta til heiðarlegt fólk.