Kostas Kanteris og Katerina Þanú hafa dögum saman verið á flótta undan blóðprufum, sem eiga að leiða í ljós ólögleg efni. Þetta eru helztu spretthlauparar Grikklands, stofnanda ólympíuleikanna og gestgjafa þeirra. Í gær var Alþjóða ólympíunefndin ekki enn búin að manna sig upp í að reka þau. … Þau komu ekki í blóðprufu í Chicago fyrir rúmri viku og ekki í Aþenu á fimmtudaginn. Þegar þau voru talin við æfingar á Krít, reyndust þau hafa farið til Katar á Arabíuskaga. Að lokum sögðust þau hafa slasast í mótorhjólaslysi, sem talið er hafa verið sviðsett til að komast hjá blóðprufunni. …