Bjarni Benediktsson laug ekki fyrir kosningar. Sagðist mundu leggja niður álagið á auðlindarentu kvótagreifa. Sagðist vilja einkarekstur ýmissa þátta opinberrar þjónusta. Núna er hann bara að gera það, sem hann hótaði fyrir kosningar. Það er heiðarlegt. Öðru máli gegnir um Sigmund Davíð Gunnlaugsson og 300 milljarða loforð hans. Þau voru út í bláinn og hafa síðan bara verið sett í nefndir. Verða vonandi aldrei efnd. Eftir kosningar styður Framsókn það, sem Sjálfstæðis hótaði fyrir kosningar. Enda er Framsókn þjóðrembd útgáfa af Sjálfstæðis. Þjónustustofnun gæludýra pilsfalda-kapítalismans.