Lífeyrissjóður opinberra starfsmanna er gjaldþrota og hefur raunar alltaf verið það. Hann á ekki fyrir skuldbindingum sínum. Ríkið gerir ráð fyrir, að börn okkar og barnabörn, skattgreiðendur framtíðarinnar, muni spýta mismuninum inn í ríkiskerfið, þegar hinir fullorðnu flykkjast á ellilaun. … Þetta er kallað gegnumstreymi, öfugt við uppsöfnunina, sem gildir í öðrum lífeyrissjóðum. Þeir ekki geta skattlagt börn okkar og barnabörn fyrir sukki íslenzkra landsfeðra, sem lifa fyrir líðandi stund eins og hinn eyðsluglaði Loðvík fimmtándi, er sagði: “Eftir mína tíð kemur hrunið.” …