Píratar hafa þegar gefið eftir í tveimur mikilvægum atriðum við stjórnarmyndun. Gera ekki kröfu til að ráðherrar hinna flokkanna séu ekki jafnframt þingmenn. Og gera ekki kröfu til að afgreiða fyrst stjórnarskrá og hafa kjörtímabilið stutt. Ljóst var, að ekki yrði af nýrri stjórn með þessum tveimur atriðum. Að vísu á eftir að afgreiða eftirgjöfina í vefkosningu pírata. Á meðan væri æskilegt, að hinir flokkarnir fjórir áttuðu sig á, að óhófleg sérstaða í öðrum málum er ekki vænleg til árangurs. Séu þeir jafn fúsir og píratar að liðka fyrir í ágreiningi, er líklegt, að þessi eftirsótta fimm flokka ríkisstjórn komist fljótt á koppinn.