Eftirlifendur og efasemdir

Punktar

Dauðsföllum af völdum hjartasjúkdóma hefur fækkað síðustu áratugi, einkum vegna betri lyfja og betri uppskurða. Hinn dæmigerði sjúklingur er ekki lengur karl á sextugsaldri, heldur karl eða kona á áttræðisaldri. Nú lifir fólk í tvo eða tvo og hálfan áratug eftir fyrsta hjartaáfallið. Margir hjartasjúklingar eru orðnir svo gamlir, að meðferðin rétt dugar til að halda í þeim lífinu. Deila má um, hversu mikils virði líf það er. Eigi að síður er þetta orðin mikil sigurganga hjartalækninga. Er þó ekki enn komið að þeim þætti málsins, að fólk fari að taka ábyrgð á eigin lífi og taka upp lífsstíl, sem dregur úr líkum af sjúkdómum af þessu tagi. Gina Kolata segir ágætlega frá þessu ferli í New York Times í morgun.