Fítonskraftur er hlaupinn í nýsmíði fornminja. Reistar voru steinsteyptar fornminjar við Lækjartorg og Bankastræti. Stæling á gömlu torfhúsi er í smíðum utan í Skálholtskirkju. Og nú ráðgera Icelandair og fleiri að reisa eftirlíkingu af miðaldakirkju í Skálholti. Jafn skrítna eftirlíkingu og miðaldabærinn í Þjórsárdal er skrítin eftirlíking af Stöng. Sagt er, að túristar hafi gaman af þessu. Eins og þeir hafi gaman af að koma í stælingu víkingahúsa í Hafnarfirði. Er ekki einfaldast að reisa eftirlíkingu af Árna Johnsen í Skálholti? Hinum dæmigerða Íslendingi, sem vex við hverja raun.