Eftirlitið blessar stuldinn

Punktar

Fjármálaeftirlitið hefur lagt blessun sína yfir, að eigendur tryggingafélaga tæmi bótasjóði tryggingataka og stingi í eigin vasa. VÍS hefur stolið úr sínum bótasjóði og aukið arð eigenda sem því nemur. Þetta er taka tvö. Taka eitt var í aðdraganda hrunsins. Þá stal Sjóvá Engeyinga bótasjóði tryggingataka og setti í brask, sem fór á hausinn. Ríkið taldi sig þurfa að taka tjónið og leggja það á herðar skattgreiðenda. Sama verður núna. Í yfirvofandi hruni mun ríkið taka tjón VÍS og leggja á herðar skattgreiðenda. Þannig starfar fjórflokkur Íslands í þágu landsins helstu bófa. Engin vanþörf er á byltingu við fyrsta tækifæri.