Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman segir í New York Times í morgun, að menn séu ekki að læra af kreppunni. Hefði átt að sýna vestrænum ráðamönnum, að markaðshagkerfið sé ófært um að hafa eftirlit með sjálfu sér. Bezt hafi tekizt til í Þýzkalandi, þar sem eftirlit er strangt. Hann gagnrýnir áherzlu á fjármálafyrirtæki og stuðning við þess háttar fyrirtæki. Sem framleiða ekki, heldur velta peningum fram og aftur. Þannig var einmitt íslenzka hrunið: Ekkert eftirlit og of mikið eignarhalds- og víxlara-hagkerfi. Eftir hrun trúir ný ríkisstjórn samt á mikilvægi gagnslausra fjármálafyrirtækja.