Hrun síðkapítalismans byrjaði, þegar hann hafnaði opinberu eftirliti, uppnefndi það sem „eftirlitsiðnað“. Er leikreglur samfélagsins koðnuðu niður, magnaðist græðgi ofurbófana. Hér á landi er þetta óvenjulega grimmt. Hrunið byrjaði með hruni fjármálaeftirlits. Bankarnir spiluðu frítt með aðstoð ríkisstjórnar og Seðlabanka Davíðs. Þeir hrundu og almenningur var látinn borga brúsann. Það var hægt hér á landi vegna krónunnar. Í evrulöndum var ekki hægt að skella tjóninu á almenning. Þannig varð íslenzka krónan að „frábærri lausn“. Kjósendur föttuðu ekkert, kusu bófana aftur yfir sig. Gróðafíknin fær því enn þindarlausa útrás.