Eftirlitsstjórnir bila núna

Punktar

Enn eimir af gamalli spillingu, ekki bara í skiptanefndum og bankaráðum. Einnig í stjórnum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Þær hafa enn ekki komið sér saman um að ráða Þorvald Gylfason í Seðlabankann og Vilhjálm Bjarnason í Fjármálaeftirlitið. Gæla við arkitekta hrunsins í Seðlabankanum og aðra afturbatalausa. Verri er stjórn Fjármálaeftirlitsins, sem leyfir yfirmönnum að ógna blaðamönnum í krafti bankaleyndar. Stjórnin er greinilega úti í hrauni að aka. Hefur verið rangt valin. Eftirliti með glæpastofnunum fjármálanna kemst ekki í lag fyrr en skipt er út þessum spilltu stjórnum.