Mánuð eftir mánuð og ár eftir ár eru vöruskipti Íslands hagstæð. Smám saman grynnum við á skuldum. Í efnahags- og fjármálum hefur ríkisstjórnin staðið sig vel. Samt er hún á leiðarenda, ræður ekki við næsta skref, þjóðareign á auðlindarentu, orðin magnþrota. Samt mega hrunbófar Sjálfstæðisflokksins ekki komast aftur til valda. Þeir eru allir með tölu í afneitun. Því verður ríkisstjórnin að hanga út kjörtímabilið, meðan þjóðin nær vopnum sínum. Í næstu kosningum þurfa að vera í boði flokkar, sem eru hreinir af fortíðinni. Þeir einir afhenda þjóðinni auðlindarentuna, sem Sjálfstæðisflokkurinn stal.