Ég er fúll á móti

Punktar

Ísland sárvantar fleiri “grumpy old men”, sem hafa allt á hornum sér. Hrunið var knúið fram af jákvæðu bjartsýnisfólki, sem sá allt í gyllingum. Slíkt var kallað glópagull í gamla daga. Ekkert hefur sligað þessa þjóð meira en endalaus og botnlaus jákvæðni og bjartsýni. “Fúll á móti” hrópaði Halli í Andra að mér á fundi í Fáki fyrir áratug. Ódýr röksemd, ég hafði gagnrýnt losaralega stjórn hans á landsmóti hestamanna árið 2000. Fleiri en ég þurfa að vera “grumpy old men”. Nauðsynlegt er að hafa marga, sem sjá veruleikann bak við glópagull unglinganna, sem stjórnuðu nánast öllu síðasta áratuginn.