Ég fann heim hafsins

Punktar

Loksins búinn að finna góða fiskbúð á Akureyri. Við Tryggvabraut 22 síðan í apríl og heitir Heimur hafsins. Þar var úrval af nýjum fiski og búðin vel spúluð, hrein og lyktarlaus. Var búinn að leita að fiskbúð niðri á Óseyri. Samkvæmt tilvísun manna, sem voru ósáttir við skæting minn út af fisklausum kaupstað. Kona, sem var að verzla í Hagkaupum, vísaði mér rétta leið. Fiskur fæst líka í Hagkaupum, en hann var bara frat. Einnig var fiskur í sælkerabúð undir Friðriki V í listagilinu, en það er bara til málamynda. Heimur hafsins er staðurinn, sem ég nota framvegis, þegar ég er hætti mér norður í land.