Sennilega er ég eini hestamaðurinn á landinu, sem fitar hesta fyrir ferðir. Margir setja hesta í sveltihólf, sem er fáránlegt. Fita gengur næst þjálfun að mikilvægi. Hestar þurfa í fyrsta lagi að vera þjálfaðir og í öðru lagi að vera feitir. Þá fara þeir langar leiðir og hafa nóg lýsi til að brenna. Mögru og óþolnu hestarnir gefast upp á ferðalögum, valda vandræðum. Ég veit ekki, hvers vegna hestamenn velja svelti. Líklega stafar það þó af, að þeim finnst feitir hestar tölta lakar. Vitleysan frá landsmótum og sirkus-sjóum hesta hefur því miður slæm áhrif á suma hestaferðamenn og leitarmenn.