Kínahverfi vesturlanda voru hvert öðru lík. Frægast Chinatown í New York hefur mest verið rannsakað. Þar kynntust bláfátækar fjölskyldur frá Kína grimmdinni í landi tækifæranna. Kínagreifar komu fjölskyldunum fyrir í þessum hverfum, settu sætu stúlkurnar í hóruhús, þær ófríðu og mömmurnar á saumaþrælastofur, hvort tveggja á efri hæðum húsanna. Á annarri hæð voru spilavíti, þar sem greifarnir hirtu smáaura kínverskra fátæklinga í ópíumvímu. Neðst voru svo matstofur, þar sem synirnir þræluðu í uppvaski. Bakþankar Pawel Bartozek í Fréttablaðinu horfa á sýndarveruleikann. Kínahverfi eru helvíti. Ég hafna hvers kyns Kínahverfum.