“Ég tek þær allar”

Punktar

Fyrir rúmu ári keypti þekktur kvótagreifi þrjár áfengisflöskur í Fríhöfninni fyrir 800.000 krónur. “Ég tek þær allar” sagði greifinn, þegar honum var bent á flöskurnar. Við þekkjum greifana, einn notaði þyrlu til að skreppa milli húsa eða ná sér í pylsu. Þeir nota ekki arðinn, sem þeir hafa stolið af þjóðinni, til að byggja upp sjávarútveginn. Þeir nota hann í svona rugl eða fela hann í aflandsfélögum á Tortola. Og svo svindla þeir arðinum undan lögum og rétti með því að selja fiskinn á undirverði til erlendra fyrirtækja sinna. Kvótagreifar eru ekki sjávarútvegurinn. Hann kemst af án blóðsugna.