Ný skoðanakönnun Gallup bendir til, að fylgið hangi að mestu enn á Framsókn. Hún tapar bara þremur prósentustigum, fer úr 24 í 21. Hveitibrauðsdagar hennar virðast standa enn, þótt komið hafi í ljós, að loforðin voru harla lítils virði. Út úr fésbókinni les ég hins vegar almennt neikvæða umfjöllun um fyrstu spor ríkisstjórnarinnar. Af því dreg ég þá ályktun, að fésbókin endurspegli minna en hálfan þjóðarvilja. Hingað til hef ég gizkað á, að pólitískt vakandi fólk sé um helmingur þjóðarinnar. Líklega vanmat ég heimskuna. Sennilega eru töluvert færri læsir á pólitískar staðreyndir.