Mér finnst sanngjarnt, að ég fái að kjósa í bandarísku forsetakosningunum. Niðurstaða þeirra hefur áhrif á líf mitt og einkum afkomendanna. Bandaríkin eru magnað ríki, sem stýrir nútíð og framtíð mannkyns til góðs eða ills. Síðustu árin einkum til ills. Hæst ber þar óbeit repúblikana á umhverfi og ást þeirra á stríði. George W. Bush hefur ráðizt á Írak og Afganistan. Hvattur af glæparíkinu Ísrael hyggst hann nú ráðast á Íran og láta Barack Obama standa andspænis gerðum hlut. Ferlegt er, að eitt ríki geti leikið umheiminn svona grátt. Fórnardýrin ættu að fá að kjósa í Bandaríkjunum.