Egill eða Gunnar Bragi

Punktar

Ólíkt betra væri að hafa heimsmanninn Egil Helgason sem utanríkisráðherra en sendisveininn Gunnar Braga Sveinsson. Réttur maður á réttum stað að höndla við útlendinga á góðgjörnum nótum um hagsmuni Íslands. Á ýmsum tungumálum. Egill telur hugsanlegt, að hann hefði orðið að taugahrúgu, ef óskhyggja Sigmundar Davíðs hefði náð fram að ganga. Auðvitað hefði það verið afleit niðurstaða. Ég freistast þó til að líta frekar á jákvæðar hliðar málsins. Framsóknarflokkurinn er fullur af bjánum, sumum illa innrættum. Egill hefði í þeim hópi náð langt í að gera Ísland að viðræðuhæfum aðila að útlandinu.