Ei má satt kyrrt liggja

Punktar

Þeir vilja ekki banna eitt né neitt, sem vilja láta merkja erfðabreytt matvæli. Þeir vilja bara fá að hafna slíkum mat fyrir sitt leyti. Það er dæmigert fyrir ofbeldishneigð stjórnvalda að gefa fólki ekki kost á að velja eða hafna. Í mörgum slíkum atriðum hefur ríkisstjórnin unnið gegn vilja fólks. Erfðabeytti maturinn skal ofan í helvítis pakkið, annað hvort beint eða gegnum lambakjötið, hvort sem fólk vill eða ekki. Það er kjarninn í matvælastefnu Guðna Ágústssonar og stjórnarinnar. Ef fólk fær að vita sannleikann, fer það kannski að haga sér á skjön við vilja kerfisins.