Þótt ég sé stundum ósammála Eiði Svanberg Guðnasyni um málfar, er ég oftast sammála daglegum pistlum hans. Málfari fjölmiðla hrakar ört með brottför hálaunaðs hæfileikafólks og innreið ódýrra unglinga án máltilfinningar. Þetta gildir um alla fjölmiðla. Verst er breytingin á Ríkisútvarpinu. Þar hefur komizt til valda málfarsráðunautur, sem fagnar málspillingunni. Allt er á hverfanda hveli. Unglingarnir rugla saman tölum, tíðum, föllum, kynjum og einkum föstum orðasamböndum. Skilja ekki hugsanir að baki orðasambanda. Ég nefni engin dæmi, en vísa í 365 pistla Eiðs á http://blog.eyjan.is/esg/.