Eiður Smári og bankahrunið

Punktar

Samkvæmt fréttum tók Eiður Smári Guðjohnsen fótboltamaður þátt í að hreinsa út úr íslenzku bönkunum. Skuldar þar hundruð milljóna króna. Er þannig aðili að hruni bankanna og tilheyrandi skuldsetningu ríkissjóðs, barna okkar og barnabarna. Sá gerningur er laus við að vera einkamál Eiðs Smára. Samt telur hann, að það sé sitt einkamál, sem fjölmiðlar megi ekki vasast í. Fullyrðing hans sýnir, í hvílíkar öfgar eru komnar kenningar um, að fjármál flokkist sem einkamál fólks. Nákvæmlega slíkar öfgakenningar stuðluðu að andvaraleysi þjóðarinnar, þegar brennuvargar Sjálfstæðisflokksins settu hana á hliðina.