Eigandi er þríhross

Hestar

Skráning ræktunarhrossa aðgreinir einkenni, svo sem nafn, uppruna og ræktanda. Til dæmis: Sorry-Gráni frá Kaldbaki fæddur Jónasi. Þetta gekk lengi, unz farið var erlendis að skrá hross í kerfið. Þá lak sjálfhverfa í skráninguna. Svo sem: Jónasar-Gráni frá Jónasi fæddur Jónasi. Þarna vantar uppruna hrossins, en eigandinn orðinn að þríhrossi. Því miður hefur sjálfhverfan viðgengist og meira  að segja verið flutt inn. Nú sjást skráningar, sem segja ekkert um upprunann. Frekar vil ég vita, hvort hrossið er frá Kolkuósi eða Árnanesi. Var upphaflegur tilgangur bókhaldsins, en hér í villta vestrinu heldur enginn uppi neinum aga.