Eigendur lífeyris hunzaðir

Punktar

Daginn fyrir hrunið ætlaði ríkisstjórnin að ræna þrjúhundruð milljörðum frá lífeyrissjóðunum. Hafa má til marks um vanhæfni sjóðstjóranna, að þeir tóku vel í að flytja upphæðina til landsins. Hugsuðu ekki um hagsmuni eigenda lífeyrisins. Hrunið hindraði þessa arfavitlausu ráðagerð. Enn komu vanhæfir sjóðstjórar að málum, þegar þeir vildu fórna fé eigenda lífeyris í hlutabréf í bönkum. Hrikalegastur var Gunnar Páll Pálsson, VR-stjóri, sem frægt er orðið. Nú er enn verið að velta fyrir sér aðkomu lífeyrissjóða að brennslu verðmæta fyrir ríkisstjórnina. Aldrei er hugsað um hag eigenda lífeyrisins.