Eigingirni allra

Punktar

“Ég þurfti að skreppa í búð”, segir maðurinn með bílinn í stæði fatlaðra. “Ég þarf” eru einkennisorð eigingirninnar, sem hefur rutt sér til rúms í samfélaginu. Menn taka það, sem þeir telja sig þurfa. Eigin þarfir eru taldar æðri lögum og venjum, hefðum og siðum. Sumt fólk kemur úr skóla inn í atvinnulífið með full skilningarvit af þörf sinni fyrir mikið rekstrarfé hér og nú. Áður var litið niður á slíkt fólk og það sagt vera eigingjarnt. Núna þykir fínt að vera eigingjarn. Róttækir frjálshyggjumenn segja, að samanlögð eigingirni allra sé forsenda framfaranna í hagkerfi nútímans.