Eigingjörn ungmenni

Punktar

Nútíminn er afar eigingjarn, unga fólkið mest. Það hugsar um að koma sér áfram í starfi og ná þaki yfir höfuðið. Það hugsar hóflega mikið um pólitík og lætur sér alls ekki detta í hug að taka af skarið, þegar mikið liggur við. Fyrir aldamótin logaði allt í mótmælum á Vesturlöndum út af eyðingu vistkerfis jarðarinnar og hamförum hnattvæðingar. Nú segir unga fólkið fátt og stöku hræður láta sjá sig við Kárahnjúka. Jafnaldrar þeirra eru að reyna að koma sér vel í vinnunni og reikna út vaxtahækkun á íbúðaláninu. “Hver er sinnar gæfu smiður” hugsar hver fyrir sig í sínu einrúmi.