Eiginhagsmunir eflast

Punktar

Eiginhagsmunir aðildarríkja Evrópusambandsins eru að eflast á kostnað sameiginlegra hagsmuna, segir Graham Bowley í International Herald Tribune. Þess vegna sé fyrirhuguð stjórnarskrá Evrópu komin í fallhættu. Skoðanakannanir sýna meirihluta gegn henni í Frakklandi og Bretlandi. Hann vitnar í forseta Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, sem telur, að nýjar kynslóðir stjórnmálamanna í Evrópu hafi ekki nálægð eldri manna við ógnir heimsstyrjaldarinnar til að sjá nauðsyn fjölþættara samstarfs. Hann harmar hörkudeilurnar um fyrirhugað þjónustufrelsi í Evrópusambandinu.