Eignajöfnun í samfélagi

Punktar

Hagfræðistefna Thomas Piketty segir, að eignasöfnun risafyrirtækja á kostnað almennings sé stjórnlaus. Hana þurfi að bremsa með hátekju- og auðlegðarskatti og sennilega líka með jöfnun á prósentu vinnutekjuskatts og fjármagnstekjuskatts. Íslendingar þurfa svo líka að taka auðlindarentu samkvæmt markaðslögmálinu um uppboð veiðileyfa. Þessar breytingar á skattakerfinu muni gera kleift að halda uppi norrænni velferð og taka upp borgaralaun. Við ættum líka að læra af þeim, sem bezt gengur í efnahagsmálum. Opna sæti í stjórnum fyrirtækja fyrir fulltrúa starfsfólks, neytenda, sveitarfélags og ríkisins. Það hafa Þjóðverjar lengi gert.