Enn þjappast eignarhald fjölmiðla, Pressan keypti Eyjuna. Þar voru að verki Björn Ingi Hrafnsson og spekúlantar hans. Fólk með vafasama fortíð á nú báða mest notuðu vefmiðlana utan hefðbundnu fjölmiðlana. Og fjölmiðlarisinn 365 er í eigu Jóns Ásgeirs og Mogginn í eigu kvótakónga. Við munum að vísu ekki strax sjá ritstjórnarbreytingu á Eyjunni. En til langs tíma er afleitt, að fjölmiðlar séu í eigu umdeildra braskara. Höfuðpaur yfirtökunnar vakti áður athygli fyrir brask í borgarstjórn og Orkuveitunni. Reyndi að koma innviðum borgarinnar í hendur bófa. Fýluna af kaupum Eyjunnar leggur langar leiðir.