Eignir ekki heilagar

Punktar

Eignaréttur er eins og margs kyns önnur réttindi, síður en svo heilagari en annar réttur. Um nánast allan hinn vestræna heim eru eignir skattlagðar og ofureignir meira en aðrar. Burtséð, hvort þær urðu til með stuldi, með aðstöðu eða á annan viðurkenndari hátt. Eðlilegt er að leggja háa skattprósentu á gífurlegar eignir hinna hundrað eignamestu og tekjur hinna þúsund tekjuhæstu. Þetta er helzta leið samfélagsins til jöfnunar. Peningarnir eru svo væntanlega notaðir til að halda uppi ókeypis heilsuþjónustu fyrir alla, óvinnufærum öryrkjum, gamlingjum og að hjálpa húsnæðislausu fólki. Sé engan stuld fólginn í skattlagningu fyrir slíkum innviðum samfélagsins.