Lífeyrissjóðir segjast hafa staðið sig betur en erlendir sjóðir í hruninu. Þegja þó um, að þetta stafar af gengishruni, sem jók erlendar eignir þeirra, mældar í krónum. Í raunverulegum verðmætum hafa eignir sjóðanna hrunið og útgreiðslur lífeyris hafa hrunið að sama skapi. Í þessu eins og svo mörgu öðru er varasamt að trúa yfirlýsingum lífeyrissjóða. Þeir reyna eins og þeir geta að falsa myndina. Í rauninni voru lífeyrissjóðirnir heimskastir allra í fjárfestingum í fyrra. Þeir juku hlut sinn í bönkum og öðrum loftblöðrum. Fóru hrikalega með lífeyri almennings og hafa enn ekki beðizt afsökunar.