Eigum verulega bágt

Punktar

Mikill hluti þjóðarinnar studdi nýja stjórnarskrá og ferlið, sem lá að baki uppkasti stjórnlagaráðs. Samt studdi meirihlutinn flokkana, sem voru alveg andvígir þessari nýju stjórnarskrá. Þannig drap fólkið nýju stjórnarskrána í kosningunum. Mikill hluti þjóðarinnar studdi þjóðareign auðlinda í könnunum. Samt studdi meirihlutinn flokkana, sem börðust fyrir hag kvótagreifa. Þannig drap fólkið þjóðlindarentuna í kosningunum. Þótt þjóðin gæli við umbætur, telur hún vissast að velja gömlu bófaflokkana sína, þegar á reynir. Ginnist jafnframt af furðulegum loforðum út í hött. Þessi þjóð á því verulega bágt.