Eilíf illindi

Punktar

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ekki maður sátta og samninga. Hann þrífst þvert á móti á illindum. Ef hann á kost á sáttum, velur hann alltaf stríðið. Nýjasta dæmið um þetta er vændið. Hann leggur fram um það sérstakt frumvarp, meðan þverpólitískt nefnd er að búa til annað frumvarp. Bloggsíða hans einkennist af hundalógík og hroka. Hann telur, að hans menn hafi ætíð rétt fyrir sér og allir aðrir alltaf rangt, þar á meðal Framsókn. Winston Churchill sagðist þó vera heppinn, ef hann hefði rétt fyrir sér í annað hvert skipti.