Ein regla betri en tvær

Punktar

Vont er, að flokksfélög hafi misjafnar reglur um kosningarétt. Sums staðar bundinn við greidd félagsgjöld og annars staðar opinn öllum, sem hann vilja. Stjórnmálaflokkur á að hafa festu á slíku og það hefur Samfylkingin ekki. Læt liggja milli hluta, hvort sé betra. Mikilli kjörsókn fylgir auglýsing, en um leið aðgangur margra, sem ekki styðja flokkinn. Sérstaklega er slík siðblinda algeng meðal sjálfstæðismanna eins og öll önnur siðblinda. Opinn aðgangur eykur áhrif siðblindingja. Vegur upp á móti auknu lýðræði aukinnar þátttöku. Utan Samfylkingar telur fólk lífsgæði ekki þurfa að vera ókeypis.