Einangraðir múslimar

Punktar

Múslimar lagast að meðaltali verr að samfélagi Evrópu en annað aðkomufólk. Í öllum löndum eru þeir einangraðri frá öðrum, hafa síður vinnu og lokast meira inni í sínum gömlu miðöldum. Stafar ekki af Islam français stefnu Frakklands. Það er nefnilega sama sagan í öðrum löndum, sem hafa misjafna stefnu gagnvart hælisleitendum. Sum ríki leggja meiri áherzlu á aðlögun, önnur á fjölmenningu, en niðurstaðan er sú sama. Vandinn liggur því ekki hjá gestgjöfum hvers staðar, heldur hjá aðkomufólkinu. Allir aðrir skjóta rótum, hér á landi Tælendingar og Pólverjar, Indverjar og Perúmenn. Múslimar einir þylja möntrur sínar í einrúmi.