Trump einangraðist í loftslagsmálum á stórveldafundinum í Hamborg. Öll nítján ríkin fyrir utan Bandaríkin ítrekuðu þá stefnu sína að verja lofslagið hér á jörð. Theresa May frá Bretlandi og Angela Merkel frá Þýzkalandi skömmuðu Trump fyrir framgönguna. Ekki fer hjá því, að almenningur í þessum nítján ríkjum standi með ályktuninni og fólki þyki Trump vera ómerkilegur. Öðru máli gegnir um Bandaríkin, þar sem fólk hefur afar brenglaða sýn á umheiminn. Það sér þó, að þeirra eigið fífl stendur eitt gegn öllum. Niðurstaða fundarins í Hamborg er ekki líkleg til að stuðla að vilja til að halda áfram aðild að Atlantshafsbandalaginu.