Álit mitt á Einari K. Guðfinnssyni hefur margfaldazt. Hann varðist grátkór sjávarútvegs og fór að tillögu Hafró. Svona eiga sýslumenn að vera. Spyrna verður við fótum, þegar sérhagsmunir þrýsta allir sem einn. Hann gæti síðar gert enn betur, ef niðurskurður á þorski ber árangur næstu árin. Hann getur þá hindrað, að aukinn afli renni inn í núverandi kvótakerfi. Hann getur látið dreifa honum á annan hátt, til dæmis sem byggðakvóta. Í fyrsta skipti í mörg ár er hægt að hugsa svona. Loksins er komin von um að afstýra hruni þorsksins. Þá fyrst verður hægt að fara að hugsa upp á við.