Verktakinn Impregilo hefur í heilt ár verið vikulega í fréttum vegna einstakrar tregðu við að fara eftir lögum og reglum á Íslandi. Fyrirtækið hefur farið undan í flæmingi og látið seint og illa af brotum á lögum og reglum. Á málfari dómstóla er þetta viðhorf kallað einbeittur brotavilji. … Fyrst var fyrirtækið stutt opinberum eftirlitsstofnunum, sem vörðu það í hástert, einkum vinnueftirlitið, en einnig heilbrigðiseftirlitið, sveitastjórnir og skattayfirvöld. Það var ekki fyrr en eftir langvinnan þrýsting verkalýðsfélaga, að opinberar stofnanir milduðu smám saman hlutdrægni sína. …