Eindreginn brotavilji bankastjóra

Punktar

Guðlaugur Þór Þórðarson vill, að Alþingi kalli Finn Sveinbjörnsson fyrir og spyrji hann um Samskip og Baug. Það er vel við hæfi, en bezt væri að setja lög um banka. Þar væru bönnuð vinnubrögð Finns og annarra bankastjóra. Ekki dugar, að Jóhanna Sigurðardóttir tuði, bankastjórar taka ekki mark á henni. Gylfi Magnússon hefur reynzt verklítill bankaráðherra, hefur sleppt bönkunum lausum í gamla stílnum. Kvelja þarf bankana til að taka upp ný vinnubrögð án bankaleyndar, án stuðnings við útrásarvíkinga, án fjandskapar við ný gildi þjóðarinnar. Gegn eindregnum brotavilja þarf hörð lög með hörðum viðurlögum.