Einfaldan kjósanda takk

Punktar

Mér er sagt, að þjóðremburáðuneyti Sigmundar Davíðs snúist um eitthvað lítið og sætt á borð við þrjár undirhökur. Feli í sér dálæti á öllu séríslenzku, svo sem offitu. Sigrún Magnúsdóttir framsóknarþingmaður nefnir sérstaklega pönnukökur, sem þó eru betri í Amsterdam en í Reykjavík. Líklega hefði hún heldur átt að nefna íslenzka matarkúrinn, sem felst í að éta fitu. Hann ætti að heita forsætis-kúrinn. Svo verður séríslenzka kokteilsósan sennilega niðurgreidd að hætti Framsóknar. Tvöfaldur asni hét þjóðrembdur drykkur, er ég var yngri. Hann mætti endurvekja og kalla hann bara Einfaldur kjósandi.