Einfaldast er, að hækka vask í ferðaþjónustu upp í fulla tölu og taka vask af allri ferðaþjónustu. Nægi þetta ekki, eru komugjald eða gistináttagjald við hæfi. Allt er þetta er einfalt í innheimtu, ólíkt rukkunum inn á einstök svæði. Vaskur og gistináttagjald útheimta að vísu harðara eftirlit með svartri vinnu. Fyrir löngu varð tímabært að taka á henni af fullri hörku. Gistináttagjald þarf líka að ná til nátta í skemmtiferðaskipum. Farþegar þeirra valda álagspunktum á viðkvæmum stöðum. Komugjaldið þarf vegna fjölþjóðasamninga að ná til Íslendinga sem annarra. Allar þessar einföldu leiðir eru betri en fjárans náttúrupassinn.