Einfalt og augljóst

Punktar

Einfalda staðreyndin er, að forsætisráðherrahjónin pukruðust í felum með rúman milljarð í aflandsfélagi á Tortola. Siðlaust, hvað sem segja má um lögmætið. Sigmundur Davíð skrifaði ekki undir siðareglur sínar, auglýsti þær ekki og því þykist hann ekki þurfa að halda góða siði. Hann hefur forustu í eftirgjöfum til kröfuhafa föllnu bankanna, svokallaða hrægamma. Á sama tíma er hann hrægammur sjálfur. Sama er, þótt fylgismenn hans hneykslist á fjölmiðlunum, staðreyndir málsins eru öllum ljósar: Falinn milljarður í aflandsfélagi á Tortola. Getur ekki verið verra fyrir pólitíkus, sem semur um mikla afslætti til hrægamma.