Siðalögmál Bændasamtakanna er einhliða: Útlandinu skal vera skylt að leyfa tollfrjálsan innflutning íslenzkra afurða og Ísland skal mega setja 1000% tolla á innfluttar afurðir. Þetta er einfalt lögmál, sem allt framsóknarfólk skilur. Samskipti Íslands við umheiminn skulu jafnan vera einhliða. Komin er ríkisstjórn, sem einnig skilur þetta einfalda siðalögmál. Þess vegna þvælist kerfið fyrir áminningum fjölþjóðlegra eftirlitsstofnana. Og landsins hæfustu framsóknarmenn leggja fram frumvörp um áburðarframleiðslu til útflutnings. Helvítis útlandið er ekki of gott til að kaupa vörur frá Íslandi.