Einhuga og sundurþykkur

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn er einhuga andvígur aðild að Evrópusambandinu. Hann er hins vegar sundurþykkur um aðferðina við andúðina. Björn Bjarnason fer fyrir þeim, sem ekki vilja ræða Evrópusambandið. Hann tyggur gamla frasann: “Það er ekki til umræðu”. Geir H. Haarde vill ræða Evrópusambandið innan Sjálfstæðisflokksins, en ekki stíga skref til aðildar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vill þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður, um upphafið. Björn og Geir eru sammála um, að það losi heljartök óvina Evrópuaðildar. Þorsteinn Pálsson vill atkvæðagreiðslu fyrst um upphafið og síðan aftur um útkomuna.